bloggedí blogg

Smá blogg frá annars tíðindalitlum Óðinsvéum.

Atvinnuleit heldur áfram. Var í viðtali í dag og nú er ég að bíða eftir svari frá tveimur stöðum. Eitt hér í Danmörkinni og svo eitt heima á Íslandi. Vonandi skýrist eitthvað fyrir mánaðarmót...ég neita því ekki að mér hundleiðist þetta ástand...

Samt sem áður þá kemur sólin yfirleitt upp á morgnana og ég á ennþá smámynt til að kaupa kaffi...ég þarf ekki mikið.

Hef nákvæmlega ekkert að segja meir í bili...tek glaður á móti "kommentum".

kveðja,Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
:Þ Vona að hlutir skýrist sem allra fyrst. Þetta er bara nokkuð spennó. Gott að þú átt fyrir kaffibolla, væri nú aumt ef það klikkaði :)
Tuff tuff
g
P.s. það er búið að borga hótel fyrir þig í London (reyndar á þinn kostnað hehe)
Nafnlaus sagði…
Hæhæ
Þú ert semsagt ekki búin að fjárfesta í neinu flugi til London, þú veist væntanlega ekki hvar þú verður!!!
Ég borgaði hótelið þitt með glöðu geði, voða fínt herbergi ;-)
kv Munda
p.s. færð bráðum "dagskrá"
Nafnlaus sagði…
Hæ hæ ljúfurinn....Þetta kemur allt saman hjá þér,siturðu þá ekki á svölunum í sólinni og drekkur kaffi ???

Vinsælar færslur